Þarf kannski að herða reglur

„Það skipt­ir höfuðmáli að kerfið nýt­ist fólki sem kem­ur hingað frá stríðshrjáðum svæðum. Við þurf­um kannski að herða á regl­un­um, þannig að þeir sem ekki upp­fylla skil­yrði um neyðar­hjálp verði sem fyrst send­ir aft­ur úr landi,“ seg­ir Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún flösku­háls­inn í af­greiðslu hæl­is­um­sókna ekki Útlend­inga­stofn­un held­ur úr­sk­urðar­nefnd­in þangað sem hæl­is­leit­end­ur geta kært úr­sk­urð stofn­un­ar­inn­ar.

Regl­ur hér á landi, hvað varðar hæl­is­leit­end­ur, séu ekki rýmri en ger­ist ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Það hafi þó verið sér­stakt vanda­mál hér hve lang­an tíma hæl­is­um­sókn­ir taka í kerf­inu. Útlend­inga­stofn­un hef­ur stytt af­greiðslu­tíma þeirra um­sókna hæl­is­leit­enda, sem eru þess eðlis að þær upp­fylla ekki þau skil­yrði sem sett eru fyr­ir hæl­isveit­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert