Deilur um dánarbú foreldra Júlíusar Vífils fyrir héraðsdómi

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/RAX

Þingfest verður á morgun mál sem skiptastjóri dánarbús Sigríðar Guðmundsdóttur, móður Júlíusar Vífils Ingvarssonar, hefur skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur en það varðar ágreining um greiðslur til fyrirtækis sem sérhæfir sig í leit að földum bankareikningum.

Frétt mbl.is: Leita týndra sjóða foreldra sinna

Frétt mbl.is: Viðurkenndi að vera með sjóð foreldranna

Frétt mbl.is: Segir málið fjölskylduharmleik

Það var RÚV sem sagði frá.

Fjallað var um málið í Kastljósi í apríl en þar kom m.a. fram að erfingjar Sigríðar og eiginmanns hennar, Ingvars Helgasonar, deildu um hvort eignir vantaði í dánarbúið.

Samkvæmt RÚV hugðust flestir erfingjanna ráða fyrirtækið Kroll Associated til að rannsaka málið og var kostnaður við það metinn á um fimm milljónir króna. Júlíus Vífill og bróðir hans, Guðmundur Ágúst, eru hins vegar sagðir hafa verið þessu mótfallnir.

Hefur Júlíus Vífill verið sakaður um að geyma á reikningum sínum fjármuni í eigu foreldra sinna. Hann sagði af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar umfjöllunar um Panama-skjölin svokölluðu en í gögnunum var að finna upplýsingar um eignarhald Júlíusar Vífils á aflandssjóðnum Silwood Foundati­on.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert