Mikið hvassviðri hefur gengið yfir landið undanfarna daga. Vindurinn náði hámarki í gær en búist er við áframhaldandi strekkingi um helgina að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
„Hann gefur eftir og verður orðinn sæmilega skaplegur eftir hádegi á morgun [í dag]. Svo bætir aftur í á föstudaginn og á laugardaginn verður strekkingsvindur og hvassviðri en ekki jafnkröftugt og hefur verið,“ sagði Teitur Arason í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Að sögn Teits á veðurfarið rætur að rekja til hæðar með óvenjumiklum þrýstingi yfir Skandinavíu.