Óvissa um æfingaaðstöðu lögreglu

Búið var að rýma æfingaaðstöðu lögreglu þegar ljósmyndara bar að …
Búið var að rýma æfingaaðstöðu lögreglu þegar ljósmyndara bar að og er húsið nú nýtt undir hælisleitendur. mbl.is/Árni Sæberg

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ákvörðun innanríkisráðherra þess efnis að hýsa stóran hóp hælisleitenda í húsnæði lögreglu að Krókhálsi 5b hafa komið lögreglu „algerlega í opna skjöldu.“

„Við fréttum svo bara af því í síðustu viku að rýma ætti húsnæðið í flýti og ég veit ekki hvar lögreglan á að fá inni með þá aðstöðu sem þarna var,“ segir Snorri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í  dag, en fjölbreytt þjálfun fór fram í húsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert