Rektorar háskóla á Íslandi lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum háskóla landsins í auglýsingu sem birt er í Fréttablaðinu í dag og undirrituð er af rektorum háskólanna 7.
Í tilkynningunni er vakin athygli á því að háskólar landsins séu skildir eftir í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017-2021, þó gert sé ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbygginga ýmissa innviða.
Úttekt OECD hafi sýnt fram á að íslenskir háskólar séu verulega undirfjármagnaðir og fái helmingi lægra framlag á hvern nemenda en háskólar annars staðar á Norðurlöndunum.
„Við óbreytt ástand geta háskólarnir ekki starfa áfram með eðlilegum hætti. Háskólastarfi á landi er stefnt í hættu,“ segir í tilkynningunni og skorað er á þá stjórnmálamenn sem nú bjóða sig fram til þingsetu að láta verkin tala.