Vöknuðu við að íbúðin var á floti

Íbúum í kjallara í Vogahverfinu brá í brún er þeir vöknuðu við að íbúðin var á floti um fimmleytið í morgun. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á staðinn til að dæla út vatninu sem komið hafði upp um niðurföll í tveimur kjallaraíbúðum.

Að sögn slökkviliðsins er talið að brunnur úti í götu hafi stíflast í vatnsveðrinu að undaförnu. Haft hefur verið samband við Veitur sem mun skoða málin nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert