Fyrir liggur jákvæð afstaða og samþykktir stjórnar Björgunar ehf. og stjórnar Faxaflóahafna sf. um að fullgera samninga um rýmingu Björgunar af lóðinni Sævarhöfða 33.
Þetta var kynnt á fundi stjórnar Faxaflóahafna í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Samkvæmt samkomulaginu fær Björgun að vera með starfsemi á svæðinu fram í maí árið 2019. Þar er m.a. geymt byggingarefni sem skip félagsins dæla af hafsbotni. Íbúar í Bryggjuhverfi hafa þrýst á það í mörg ár að starfsemi fyrirtækisins verði flutti af svæðinu, enda hafi sandurinn fokið yfir hverfið.