Ísland er nú í fimmta sæti yfir þær þjóðir heims þar sem landsframleiðsla á mann er hæst.
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, segir stöðuna öfundsverða en að halda verði rétt á málum til að glutra ekki niður þeim árangri sem náðst hefur.
Telur hann að greiða megi upp allar skuldir ríkissjóðs á næstu fimm árum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.