„Stríðsyfirlýsing við okkur“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ljósmynd/Víkurfréttir

Gylfa Arn­björns­syni, for­seta ASÍ, þykja fyr­ir­hugaðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un líf­eyris­ald­urs úr 67 árum í 70 ár, vera svik við sam­komu­lag sem áður hafði verið gert.

Gylfi rit­ar um málið á Face­book-síðu sína í morg­un en í gær lagði rík­is­stjórn­in til mikla hækk­un á bót­um al­manna­trygg­inga næstu tvö árin.

„Ég hrósa þeim fyr­ir að hækka grunn­fjár­hæðirn­ar. Ég tel að það hafi verið al­gjör nauðsyn, það hefði aldrei getað orðið nein sátt í þessu landi eins og þetta var,“ sagði Gylfi í sam­tali við mbl.is.

Hvað varðar hækk­un líf­eyris­ald­urs í 70 ár er Gylfi ekki jafn­ánægður. Sam­komu­lag þver­póli­tískr­ar nefnd­ar sem fé­lags­málaráðherra skipaði hafi verið svikið. 

Nú ligg­ur það fyr­ir að það á ekki að fara í gegn frum­varp um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda. Þar með verður líf­eyri­s­kerfi op­in­berra starfs­manna áfram í 65 árum. Það geng­ur alls ekki að hækk­un líf­eyris­ald­urs sé hjá öll­um öðrum en op­in­ber­um starfs­mönn­um og þing­mönn­um,“ sagði Gylfi en hon­um þykir þing­menn vera að slá skjald­borg um sjálfa sig:

„Þeir eru al­gjör­lega sér á báti. Þetta eru að mínu mati hrein og klár svik við það sam­komu­lag sem við gerðum og ég mun per­sónu­lega beita mér fyr­ir því á þingi Alþýðusam­bands­ins eft­ir tvær vik­ur að það verði gjör­breyt­ing á af­stöðu okk­ar til sam­skipta ef þetta fer í gegn. Þetta er stríðsyf­ir­lýs­ing við okk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert