Halda að skiltin komi þeim ekki við

Maðurinn brenndist illa á höndum, fótum og bringu.
Maðurinn brenndist illa á höndum, fótum og bringu. Ljósmynd/Gamla laugin

Algengt vandamál er að erlendir ferðamenn fari út fyrir lokanir sem þeim eru settar við vinsæla ferðamannastaði. Þetta segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, í samtali við mbl.is.

Erlendur ferðamaður, tæplega sjötugur, brennd­ist illa á hönd­um, fót­um og bringu í gærkvöldi þegar hann féll í hver við Gömlu laugina við Flúð. Er hann þungt hald­inn og ligg­ur á gjör­gæslu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Land­spít­al­ans.

Frétt mbl.is: Fór inn á lokað hverasvæði

Vilborg bendir á að hún vilji ekki tjá sig um það slys, þar sem hún viti ekki hvernig það hafi borið að.

„Þau eru að byggja upp frekar nýja þjónustu þarna á Flúðum, og það væri gaman að sjá hana þróast enn þá betur. Ég veit ekki betur en að þau hafi verið að vanda sig,“ segir Vilborg.

„En það er mjög algengt, til dæmis á Geysissvæðinu, að þar sé fólk á svæðum sem eru girt af. Það bara heldur að skiltin komi þeim ekkert við.“

Við Gullfoss megi þá loka betur af svæðið nær sjálfum fossinum.

„Það er mikil þörf á því, þar sem þessi slys eru skelfileg þegar þau eiga sér stað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert