Vegkantur gaf sig undan rútu

Farþegar rútunnar voru fegnir þegar þeir komust út úr rútunni.
Farþegar rútunnar voru fegnir þegar þeir komust út úr rútunni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag eftir að vegakantur hafði gefið sig undan rútu með 44 farþegum á veginum að Hafrafelli við Svínafellsjökul.

Rútan hallaðist töluvert og hætta var á að hún myndi velta á hliðina ef farþegarnir reyndu að yfirgefa hana. Því var ákveðið að bíða björgunarsveitamanna sem tryggðu rútuna með böndum áður en þeir aðstoðuðu farþegana frá borði, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

Farþegar héldu ró sinni en voru fegnir þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang en ekki leið nema um hálf klukkustund frá því útkallið barst þar til farþegarnir höfðu yfirgefið rútuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert