Gjáin í Þjórsárdal er illa farin vegna ágangs

Stígar hafa verið troðnir út um alla náttúruperluna. Stórsér á …
Stígar hafa verið troðnir út um alla náttúruperluna. Stórsér á gróðri eftir átroðninginn. Ljósmynd/Einar Bjarnason

Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir koma til greina að takmarka aðgang að Gjánni í Þjórsárdal.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að náttúruperlan er illa farin vegna aukinnar umferðar ferðafólks um svæðið.

Meðal þess sem Kristófer segir þörf á að gera eru betri stígar og tröppur með handriði niður í Gjána auk útsýnispalla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert