Agnes Bragadóttir,
Ef fram heldur sem horfir stefnir í að 1.000 manns sæki um hæli hér á landi á þessu ári.Á milli 25 og 30 hælisleitendur komu til landsins um nýliðna helgi, nánast allir frá Makedóníu, sem er skilgreint sem öruggt svæði, þ.e. þar ríkir ekki stríðsástand eða neyð.
Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu væru stór hluti hælisleitenda og mest fjölgun væri í þessum hópi hælisleitenda, en Makedónía og Albanía eru bæði skilgreind sem „örugg lönd“. „Synjunarhlutfall Útlendingastofnunar og kærunefndar hefur verið nálægt 100% í þessum hópi. Því má gera ráð fyrir því að mikill hluti Makedóníumanna og Albana sem vísa málum sínum til kærunefndar sé að fara aftur heim,“ sagði Þórhildur.
„Synjunarhlutfall Útlendingastofnunar og kærunefndar hefur verið nálægt 100% í þessum hópi,“ segir Þórhildur. Gera má ráð fyrir að kostnaður á fjárlagalið hælisleitenda á þessu ári verði um 1,7 milljarðar kr. Af þeim umsóknum sem borist hafa er um helmingur frá ríkjum á lista yfir svonefnd örugg upprunaríki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Frétt mbl.is: 1% Albana veitt hæli