Flytja á Goran úr landi

Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu …
Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu óbreyttu. Skjáskot úr viðtali mbl.is

Flytja á Goran Renato úr landi á morgun, sem kom hingað til lands í mars eftir að hafa komið að ströndum grísku eyjarinnar Lesbos tveimur mánuðum áður. Fréttir af Goran, sem er frá Kúrdahéruðum Íraks, vöktu mikla athygli hér á landi fyrr á árinu, þegar hann átti þó enn eftir að drepa hér niður fæti.

Ástæðan var frásögn Þórunnar Ólafsdóttur, formanns sjálf­boðaliðasam­tak­anna Akk­er­is, sem þá var stödd á Lesbos, af kynnum hennar og Gorans. Hún spyr nú ráða um hvað sé hægt að gera fyrir Goran.

„Viss um að landið væri gott land“

„Þar sem ég stóð og deildi út þurr­um föt­um til fólks­ins úr bátn­um sem kom í land rétt fyr­ir miðnætti lenti ég á spjalli við bros­mild­an mann frá Kúr­d­ist­an. Hann talaði mjög góða ensku og aðstoðaði mig við að túlka þegar þörf var á. Aðspurður sagði hann mér að all­ir úr hópn­um væru heil­ir á húfi og þau feg­in að vera kom­in í land,“ skrif­aði Þór­unn í janúar.

Frétt mbl.is: Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga

„Ég spurði hvort hann hefði ein­hvern sér­stak­an áfangastað í huga, hann brosti og spurði hvort ég hefði ein­hverj­ar góðar upp­ástung­ur. Ég hélt hina vana­legu ræðu um lönd sem væru ör­ugg­ari en önn­ur, sagði frá hertu eft­ir­liti í Svíþjóð og varaði sterk­lega við þeim lönd­um sem koma hvað verst fram við fólk á flótta.

Hann hló dill­andi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri bú­inn að kynna sér mál­in vel og ætlaði til lands sem væri ekki yf­ir­fullt af fólki og myndi ef­laust hjálpa hon­um, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland.“

Eftir komuna til Íslands í mars sagði Goran í samtali við mbl.is að hann hefði flúið Kúrdistan þar sem hann hefði ekki getað hugsað sér að sinna her­skyldu.

Sjá myndskeið mbl.is: 50 prósent líkur á að lifa siglinguna af

Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos.
Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos. AFP

Einn slagur í einu, eitt líf í einu

Eins og áður sagði þá stendur til að flytja Goran úr landi á morgun, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Að óbreyttu verður hann fluttur til Þýskalands, en þar í landi voru fingraför tekin af honum á leið hans til Íslands.

„En líkt og Goran er ég veik fyrir þeirri hugmynd að ekkert sé ómögulegt. Þess vegna fékk ég leyfi hans til að birta þessa færslu og biðja ykkur um ráð, hugmyndirnar hjálp. Því þrýstingur frá almenningi virðist eina leiðin til að hafa áhrif á okkar handónýta kerfi.

Einn slagur í einu. Eitt líf í einu. Hvað getum við gert?“ spyr Þórunn í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert