Hætta var á gáleysisakstri í Þórsmörk

Jeppi á ferðinni í Þórsmörk fyrir nokkrum árum. Hætta var …
Jeppi á ferðinni í Þórsmörk fyrir nokkrum árum. Hætta var á gáleysisakstri yfir óbrúaðar ár í Þórsmörk að sögn Einars. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að hætta hafi verið á gáleysisakstri yfir óbrúaðar ár í Þórsmörk og því hafi lögreglan þurft að loka veginum þangað. Uppruni vatnsveðursins er suðlægur, þar á meðal frá fellibylnum Matthew.   

Hann segir að allt sé í góðu lagi enn þá á þeim svæðum þar sem mesta vatnsveðrið hefur verið en fylgst hefur verið með ræsum „Vegir eru hannaðir til að hleypa framhjá talsverðu vatni. Það er gert ráð fyrir miklum flóðum. Á meðan allt er í lagi á þetta að taka við,“ greinir Einar frá.

Breyta um farvegi 

„Svo getur það gerst þegar mikið rignir að lækir og ár geta breytt um farvegi ofan úr fjallshlíðum. Þá geta fallið litlar aurskriður og lækir stíflast. Það er vel þekkt og þá getur þetta verið vandamál. Menn verða bara að bíða og sjá til hvað verður.“

Einar segir úrkomuna sunnanlands vera á pari en mesta úrkoman vestanlands á eftir að falla í dag. Hún mun halda áfram að falla í nótt og framan af morgundeginum.

Þórsmörk.
Þórsmörk. mbl.is/Árni Sæberg

Hita- og rakafæriband

Uppruni vatnsveðursins er suðlægur. Yfir landinu miðju er loft sunnan úr Atlantshafi frá í kringum 30. breiddargráðu, sem sker Flórída og Marokkó. „Þar er hár sjávarhiti og mikill raki sem berst hingað norðureftir. Þetta er hita- og rakafæriband sem ber þetta hingað norðureftir. Staða veðurkerfa er mjög þvinguð, þannig að við lendum í þessu færibandi miðju, sem er nokkuð stöðugt,“ segir Einar.

Hann bætir við að inni í þessu séu leifar af fellibyljum á borð við Matthew.

Lögreglan er búin að loka Þórsmerkurvegi vegna vatnavaxta. „Það var hætt við að það væri stundaður gáleysisakstur yfir óbrúaðar ár. Það er mjög mikið vatn í þessum ám sem renna í Þórsmörk og þar í kring,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert