Undirbúa ný framkvæmdaleyfi

Landsnet hefur ítrekað ósk sína um framkvæmdaleyfi vegna línuframkvæmdanna
Landsnet hefur ítrekað ósk sína um framkvæmdaleyfi vegna línuframkvæmdanna

Skútustaðahreppur hefur ákveðið að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að reisa Kröflulínu 4 til umfjöllunar að nýju. Þar á að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvað að fella fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi.

Norðurþing og Þingeyjarsveit bíða eftir úrskurðum vegna kæra á hendur þeim en nota tímann til að undirbúa sig fyrir framhald málsins, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Úrskurðarnefndin hefur aðeins fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps en þrjár aðrar kærur eru til meðferðar hjá nefndinni. Þingeyjarsveit og Norðurþing bíða því eftir úrskurði í sínum málum. Ekki er von á úrskurði í þessari viku en reiknað með næsta úrskurði í byrjun næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: nemA
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert