Álftafjarðargöng undirbúin

Súðavíkurhlíð. Snjóflóð falla iðulega á veginn milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar …
Súðavíkurhlíð. Snjóflóð falla iðulega á veginn milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar og lokast hann oft vegna þess eða snjóflóðahættu. mbl.is/RAX

Álftafjarðargöng eru komin í undirbúningsferli með því að Alþingi hefur veitt fé til undirbúnings og rannsókna á gangastæði á næsta og þarnæsta ári, samtals 10 milljónir króna.

„Þetta er fyrsta skrefið. Með þessari samþykkt Alþingis eru Álftafjarðargöng komin á samgönguáætlun,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Ólína var fyrsti flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar um að undirbúa gerð Álftafjarðarganga. Tillagan var flutt á síðasta kjörtímabili og endurflutt á þessu. Aðrir þingmenn Norðvesturkjördæmis voru meðflutningsmenn. Báðar tillögurnar dagaði uppi í þinginu, að því er fram kemur í umfjöllun um gangnagerð þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert