Hvasst um miðja vikuna

mbl.is/Styrmir Kári

„Það er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu á næstunni, en það gæti færst fjör í leikinn um miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þar sem velt er vöngum vegna veðurhorfa næstu dagana.

Lægð var yfir Írlandi í morgun sem þokast hefur norður í dag og sent veiklulegt úrkomusvæði til Íslands segir enn fremur. Hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu á morgun og rigning með köflum, en þurrt að kalla á vesturhelmingi landsins. Hiti á bilinu 5-10 stig víðast hvar.

„Rólegt veður áfram á þriðjudag og úrkomulítið, en fremur svalt. Spár gera síðan ráð fyrir að gangi í hvassa sunnanátt á miðvikudag með rigningu, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi og hlýnar þar í hnjúkaþeynum,“ segir að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert