Aðrir lekar og engir felustaðir

Íslenska þjóðin á við vanda­mál að stríða, að sögn Evu Joly. Vanda­málið eru 600 nöfn Íslend­inga í Panama-skjöl­un­um. Joly seg­ir al­menn­ing þurfa að taka ráðin í sín­ar hend­ur þar sem stjórn­mála­menn­irn­ir hafi brugðist.

Þetta kom fram í viðtali Kast­ljóss við Joly, sem birt var á RÚV í kvöld.

Joly, full­trúi franskra græn­ingja á Evr­ópuþing­inu og fyrr­um ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara, var meðal fram­sögu­manna á málþingi Pírata í Nor­ræna hús­inu í dag, sem bar yf­ir­skrift­ina Heim­ur­inn eft­ir Pana­maskjöl­in.

Í viðtal­inu við Kast­ljós sagði hún hneykslis­mál tengd bönk­um hafa sýnt fram á að lýðræðið virkaði ekki leng­ur vegna spill­ing­ar og fjölþættra eig­in­hags­muna. Áhersl­an væri ekki leng­ur hag­ur al­menn­ings.

Spurð að því hvað henni fynd­ist um út­skýr­ing­ar stjórn­mála­manna sem hefðu gerst upp­vís­ir að því að eiga af­l­ands­fé­lög sagði Joly orðræðuna þar sem menn segðust ekki hafa gert neitt ólög­legt þá sömu og notuð væri af fyr­ir­tækj­um sem greiddu ekki skatta.

Þetta er það sem þeir segja, en við þurf­um ekki að trúa því, sagði hún.

Joly sagði að rann­saka þyrfti mál þess­ara ein­stak­linga því þegar fólk stofnaði af­l­ands­fé­lög og greiddi þjón­ustuaðilum fyr­ir milli­göngu til að fela sig, væri ekki um að ræða lög­mæta gjörn­inga. Hún sagði að ef til vill væri ekk­ert ólög­legt á ferðinni en að eðli­lega vöknuðu efa­semd­ir og að al­menn­ing­ur ætti að hafa aðgang að upp­lýs­ing­um um téð fé­lög.

Hún sagði að á Íslandi hefði vald­inu verið mis­beitt.

En er eitt­hvað sem við get­um gert?

Já, svaraði Joly. Hún sagði tím­ana vera að breyt­ast og að þeir einu sem hefðu ekki skiln­ing á því væru þeir sem væru að not­ast við af­l­ands­fé­lög og þeir sem þjón­ustuðu þá. Hún sagði að leita þyrfti svara við því hvernig það gat gerst að gríðar­mikl­ir pen­ing­ar rynnu í skúffu­fyr­ir­tæki þrátt fyr­ir þá lög­gjöf sem reist hefði verið því til varn­ar.

Joly sagði marga eiga hags­muna að gæta og að spill­ing­in væri mik­il. Mál horfðu hins veg­ar til batnaðar og ís­lenska þjóðin gæti treyst því að þetta myndi breyt­ast; það yrðu aðrir lek­ar og eng­ir staðir til að fela pen­ing­ana.

Í viðtal­inu kom Joly inn á niður­stöðu evr­ópskra yf­ir­valda í máli Apple, þar sem fyr­ir­tækið var dæmt til að greiða millj­arða í skatta, aft­ur­virkt. Hún sagði að í valdatíð Jean-Clau­de Juncker, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar, hefði kerfi verið komið á þar sem skatt­tekj­ur voru hirt­ar frá öðrum aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Joly sagði að málið gegn Apple hefði borið ár­ang­ur því það var skoðað frá sam­keppn­is­sjón­ar­miðum, þ.e. að fyr­ir­tækið hefði kom­ist upp með að greiða lægri skatta en önn­ur fyr­ir­tæki. Hvatti Joly til þess að önn­ur ríki gerðu álíka rann­sókn­ir.

Sagði hún al­menn­ing ekki vilja búa í heimi þar sem fjár­mála­kerf­in og stór­fyr­ir­tæk­in hefðu yf­ir­tekið lýðræðið.

Joly sagði Pana­maskjalalek­ann og Lúx­em­borg­arlek­ann hafa varpað ljósi á fal­inn heim af­l­ands­fé­lag­anna. Með því ljósi væri hægt að breyta heim­in­um. Hún sagði Íslend­inga ein­staka þjóð; menntaða, fá­menna og lýðræðis­lega sinnaða. Von­andi hæf­ust breyt­ing­arn­ar hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert