Vekur athygli erlendis

Rafmagnsrútan sem Guðmundur Tyrfingsson ehf. á von á til Íslands …
Rafmagnsrútan sem Guðmundur Tyrfingsson ehf. á von á til Íslands frá Kína. Í henni eru 33 sæti en 66 farþegar geta staðið í rútunni.

Fyrsta rafmagnsrútan er komin til Evrópu og er á leið til Íslands, en það er Guðmundur Tyrfingsson ehf. sem festi kaup á rútunni af kínverska rútuframleiðandanum Yutong Eurobus.

Rútan ber heitið E12 og hefur vakið athygli norskra og sænskra fjölmiðla. Stór fyrirtæki í Skandinavíu hafa sýnt rútunni mikinn áhuga og hafa þegar óskað eftir viðskiptafundum til að ræða hugsanleg kaup, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þá verður bifreiðin frumsýnd dagana 18. til 20. október á sænsku samgöngu- og umferðarsýningunni Persontrafik 2016 í Gautaborg, sem jafnframt er stærsta rútusýning Norðurlanda, en Yutong 12 kemur í beinu framhaldi til Íslands.

Rútan er 12 metrar á lengd og eru rafhlöðurnar með 295 kílóvattstunda hleðslugetu og drífa 320 kílómetra án endurhleðslu. Sjálfar rafhlöðurnar eru staðsettar á þaki og á bakhlið rútunnar og ráða við 4.000 hleðsluhringi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert