Breytt áætlun Herjólfs

Belgískt dæluskip vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar.
Belgískt dæluskip vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar.

Herjólfur siglir þessa dagana í Landeyjahöfn, eftir að hafa þurft að sigla til Þorlákshafnar meginhluta síðustu viku. Þó hefur þurft að breyta aðeins áætlun á fjöru vegna þess hversu grunnt er í Landeyjahöfn.

Veður- og ölduspá gefur til kynna að erfitt kunni að vera að sigla til Landeyjahafnar frá því síðari hluta dags á morgun og fram yfir helgi.

Belgíska dýpkunarskipið sem hefur beðið færis í Vestmannaeyjahöfn vinnur nú að dýpkun hafnarinnar. Hefur verið að safnast sandur inni í höfninni og sérstaklega á milli hafnargarðanna. Skipið byrjaði dýpkun í fyrradag og vonar Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, að höfnin komist í samt lag ef skipið getur verið að í dag og fram á morgundaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert