Yfir 300 hælisleitendur á 6 vikum

11 Sýrlendingar og 20 Írakar hafa fengið hæli á Íslandi …
11 Sýrlendingar og 20 Írakar hafa fengið hæli á Íslandi það sem af er ári. AFP

Rúmlega 300 manns hafa á undanförnum sex vikum sótt um vernd hér á landi, það eru 50 færri umsóknir en allt árið í fyrra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins afgreiddi Útlendingastofnun 487 umsóknir. 74 einstaklingum var veitt hæli eða önnur vernd en þar af voru Írakar fjölmennastir eða 20 talsins. Fjölmennastir þeirra sem hafa sótt um vernd það sem af er ári eru Albanir og Makedónar.

560 einstaklingar frá 50 löndum sóttu um vernd á fyrstu …
560 einstaklingar frá 50 löndum sóttu um vernd á fyrstu níu mánuðum ársins 2016.

125 umsóknir það sem af er október

560 einstaklingar frá 50 löndum sóttu um vernd á fyrstu níu mánuðum ársins 2016. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 218 einstaklingar sótt um vernd. Það sem af er október eru umsóknir þegar um 125 talsins.
Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (155), Makedóníu (110), Írak (50) og Sýrlandi (27).
Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (155), Makedóníu (110), Írak (50) …
Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (155), Makedóníu (110), Írak (50) og Sýrlandi (27).
Samtals komu 50% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 72% umsækjenda voru karlkyns  og 28% konur. 79% umsækjenda voru fullorðnir og 21% börn. Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fjórtán á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af fimm í september.
Af málunum 487 voru 275 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 146 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 25 umsækjendum var synjað því þeir höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 41 umsækjandi dró umsókn sína til baka. 
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 fékkst niðurstaða í 487 …
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 fékkst niðurstaða í 487 hælismál.
 
Af þeim 275 málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk 201 máli með ákvörðun um synjun og 74 málum með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (20), Sýrlandi (11), Íran (10) og Afganistan (6) en flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu (122), Makedóníu (38), Serbíu (8) og Hvíta-Rússlandi (7).  
Af þeim 275 málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar …
Af þeim 275 málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk 201 máli með ákvörðun um synjun og 74 málum með ákvörðun um veitingu hælis.
„Meðalmálsmeðferðartími hefur lækkað nokkuð eftir því sem liðið hefur á árið. Meðalmálsmeðferðartími allra afgreiddra mála á þriðja ársfjórðungi 2016 var 79 dagar en var um 100 dagar á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Að meðaltali tók 61 dag að afgreiða mál á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á þriðja ársfjórðungi og 86 daga að afgreiða mál á grundvelli efnismeðferðar. Meðalafgreiðslutími forgangsmála í efnismeðferð voru 27 dagar,“ segir á vef Útlendingastofnunar. 
Að meðaltali tók 61 dag að afgreiða mál á grundvelli …
Að meðaltali tók 61 dag að afgreiða mál á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á þriðja ársfjórðungi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert