Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga

Sturla Pálsson.
Sturla Pálsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sturla Páls­son, starfsmaður Seðlabanka Íslands, viður­kenndi í skýrslu­töku hjá sér­stök­um sak­sókn­ara að hafa brotið trúnað með því að ræða stöðu mála við eig­in­konu sína í aðdrag­anda þess að neyðarlög­in voru sett árið 2008, en hún var á þeim tíma lög­fræðing­ur hjá Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Við skýrslu­tök­una sagðist Sturla hafa verið áhyggju­full­ur yfir því að bank­arn­ir yrðu opn­ir mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008 og að setja hefði átt neyðarlög­in deg­in­um áður. Sagðist hann reikna með að í bönk­un­um væri að finna hreyf­ing­ar sem ættu upp­runa sinn í því að menn töldu góðar lík­ur á að þeir færu á haus­inn.

Sam­kvæmt RÚV hvíldi ströng þagn­ar­skylda á þeim sem komu að mál­um fyr­ir hönd rík­is­ins og Seðlabank­ans. Við skýrslu­tök­una er end­ur­rit úr sím­tali milli Sturlu og eig­in­konu hans lagt fram, en það átti sér stað tveim­ur dög­um fyr­ir setn­ingu neyðarlag­ana.

Tjáði Sturla konu sinni m.a. að hugs­an­lega yrði ein­um banka bjargað og að Sig­ur­jón Árna­son, þáver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans væri bú­inn að gef­ast upp. Þetta er ekki síst mik­il­vægt í ljósi þess að bank­arn­ir voru starf­andi á mánu­deg­in­um og því hægt að grípa til ráðstaf­ana í ljósi upp­lýs­inga af þessu tagi.

Sturla kvaðst sjálf­ur hafa brotið trúnað með því að ræða málið við eig­in­konu sína en þegar blaðamenn Kast­ljóss settu sig í sam­band við hann sagðist hann ekki hafa til­kynnt brotið til Seðlabank­ans. Það gerði hann í síðustu viku.

Grein­ir á um upp­töku sím­tals­ins

Við skýrslu­tök­una greindi Sturla frá því að hann hefði orðið vitni að sím­tali milli Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi Seðlabanka­stjóra, og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, 6. októ­ber 2008. Hann sagði Davíð hafa skipt sér­stak­lega um síma til að geta hljóðritað sím­talið.

Frá þessu var greint í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. Frétta­stof­an hef­ur vitn­is­b­urðinn und­ir hönd­um.

Um­rætt sím­tal varðaði 500 millj­óna evra lán til Kaupþings, sem féll þrem­ur dög­um síðar. Geir hef­ur lagst gegn því að sím­talið verði gert op­in­bert.

Í Reykja­vík­ur­bréfi sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í fe­brú­ar í fyrra sagði frá því að til­vilj­un hefði ráðið því að sím­talið var hljóðritað. Davíð Odds­son er rit­stjóri Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Frétt mbl.is: Rík­is­stjórn­in veitti Kaupþingi lánið

Sturla held­ur því hins veg­ar fram að Davíð hafi rætt við Geir úr sín­um síma þar sem sími Sturlu var hljóðritaður en ekki sími Davíðs.

Staðfest­ir Sturla það sem Davíð hef­ur haldið fram að það hafi verið vilji þáver­andi rík­is­stjórn­ar að veita Kaupþingi lánið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert