Plantað fyrir kosningarnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst nú nokkuð augljóst að menn hafi setið á þessu og plantað því síðan núna inn í miðja kosningabaráttuna til þess að rugla menn í ríminu og setja svona anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík sídegis í dag, spurður hvort hann teldi að tengsl væru í milli umfjöllunar um neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings haustið 2008 og kosningabaráttunnar.

Frétt mbl.is: Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga

Bjarni sagði ljóst að skjalið sem umræðan snerist um, skýrslutaka af Sturlu Pálssyni, starfsmanni Seðlabanka Íslands, ætti uppruna sinn hjá sérsökum saksóknara. Þar með lægi fyrir að upptökur af samtali Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem margir vildu heyra, væri hjá embættinu. Bjarni sagði ekkert í þessu máli sem ekki hefði verið skoðað í bak og fyrir og ef ástæða hefði verið til þess að fara með málin á næsta stig hefði það verið gert.

Bjarni sagði viðbrögð vinstrimanna vekja hjá sér óhug og óbragð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert