Seðlabankinn skoðar mál Sturlu

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Már Guðmundsson seðlabankastjóri fékk upplýsingar um það í lok síðustu viku að Kastljós Ríkisútvarpsins væri að undirbúa umfjöllun um þrautavaralán Seðlabankans til Kaupþings haustið 2008 samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Sturla Pálsson, starfsmaður Seðlabankans, hefði í kjölfarið tilkynnt Má að fréttamaður Kastljóss hefði haft samband við sig og tjáð sér að hann hefði höndum eintak af skýrslu sem hann hafi gefið hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 vegna rannsóknar annarra mála.

Komið hefði fram í skýrslunni að Sturla teldi sig mögulega hafa framið trúnaðarbrot með símtali sem hann hafi átt við eiginkonu sína í aðdraganda setningar neyðarlaganna svonefndra. Ennfremur að sérstakur saksóknaro hefði ekki aðhafst vegna þesss. Fram kemur í svari Seðlabankans við fyrirspurn frá mbl.is að á starfsmönnum bankans hvíli rík þagnarskylda sem hann telji afar brýnt að sé virt. Strangar reglur gildi innan Seðlabankans um meðferð trúnarðarupplýsinga í samræmi við lögum um bankann og fleiri lög.

„Þá eru í gildi reglur Seðlabanka Íslands nr. 831/2002 um meðferð trúnaðarupplýsinga og verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti starfsmanna, auk innri reglna bankans. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar Seðlabankinn má veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Sé um brot að ræða fara viðbrögðin eftir eðli brots, auk þess sem reglur um fyrningu kunna að skipta máli. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir.“

Eiginkona Sturlu var á þessum tíma lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert