Úttekt á álverinu aldrei kláruð

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík mbl.is/Árni Sæberg

Snemma á þessu ári var ráðist í gerð úttektar á vegum Hafnarfjarðarbæjar á því hver væru efnahagsleg áhrif af starfsemi álversins í Straumsvík á bæjarfélagið.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 12. mars kom fram að vinna við úttektina væri á lokastigi, samkvæmt þeim upplýsingum sem hann fékk frá Hafnarfjarðarbæ. Henni yrði lokið þann 24. mars og hún tekin fyrir á bæjarráðsfundi samdægurs.

Nú, sjö mánuðum síðar, bólar enn ekkert á skýrslunni og hún mun ekki líta dagsins ljós, samkvæmt því sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, upplýsir í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert