Hótuðu barsmíðum fyrir gagnrýni á hundinn

Lögreglan að á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Álfaskeiði í Hafnarfirði um hálffjögurleytið í dag vegna líkamsárásar. Par hafði verið þar að gangi með hund, sem fór að gelta að börnum sem voru að leik. Faðir eins barnanna ræddi við parið um hegðun hundsins, sem tók athugasemdunum óstinnt upp.

Veittust þau í kjölfarið að föðurnum, tóku í hann og hótuðu honum barsmíðum ef hann héldi sér ekki saman. Parið var farið af vettvangi er lögreglu bar að og fannst ekki þrátt fyrir leit, að því er segir í dagbók lögreglu .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert