Raforkusamningurinn felur ekki í sér ríkisaðstoð

Norðurál á Grundartanga. Endurnýjaður samningur fyrirtækisins og Landsvirkjunar þykir í …
Norðurál á Grundartanga. Endurnýjaður samningur fyrirtækisins og Landsvirkjunar þykir í samræmi við sambærilega samninga raforkufyrirtækja á Norðurlöndunum. mbl.is/Árni Sæberg

End­ur­nýj­un samn­ings Norðuráls við Lands­virkj­un um kaup á raf­orku fel­ur ekki í sér rík­isaðstoð, þar sem samn­ing­ur­inn er gerður á markaðskjör­um. Þetta er niðurstaða Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) sem til­kynnt var í dag.

Það var í maí sem ís­lensk stjórn­völd til­kynntu ESA um þriðju end­ur­nýj­un samn­ings Lands­virkj­un­ar um sölu raf­orku til ál­vers Norðuráls á Grund­ar­tanga í Hval­f­irði, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ESA.

Upp­runa­leg­ur samn­ing­ur fyr­ir­tækj­anna tveggja var und­ir­ritaður árið 1997 og hef­ur nú verið fram­lengd­ur tvisvar. „ESA lagði mat á samn­ings­skil­mál­ana og þær breyt­ing­ar sem gerðar voru frá fyrri samn­ing­um. ESA kynnti sér auk þess arðsem­isút­reikn­inga sem Lands­virkj­un og Norðurál lögðu til grund­vall­ar samn­ingn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í þeim gögn­um sem Lands­virkj­un lagði fram við EFTA er að mati stofn­un­ar­inn­ar sýnt fram að að samn­ing­ur­inn sé í sam­ræmi við sam­bæri­lega samn­inga sem önn­ur raf­orku­fyr­ir­tæki á Norður­lönd­un­um hafi geng­ist und­ir. „End­ur­nýjaður samn­ing­ur er tengd­ur við markaðsverð raf­orku á Nord Pool raf­orku­markaðnum og kem­ur það í stað ál­verðsteng­ing­ar í gild­andi samn­ingi. Þá er samn­ing­ur­inn arðsam­ur og skil­mál­ar hans slík­ir að einka­rekið fyr­ir­tæki myndi samþykkja hann við sam­bæri­leg­ar aðstæður.“

Samn­ing­ur­inn fel­ur því ekki í sér rík­isaðstoð, að mati ESA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert