Gera má ráð fyrir að eitthvað snjói á vestan- og norðvestanverðu landinu undir lok vikunnar og um næstu helgi, einmitt þegar landsmenn ganga til alþingiskosninga.
Þetta gæti hugsanlega tafið flutning kjörgagna á talningarstað þegar fara þarf langar leiðir og yfir fjallvegi.
„Það verður aldrei sagt til um veður með löngum fyrirvara. Við sjáum hvað setur. Yfirleitt bregst Vegagerðin líka vel við og heldur vegum opnum við sérstakar aðstæður eins og kosningar,“ segir Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, í umfjöllun um væntanlegt kosningaveður í Morgunblaðinu í dag.