Bókuðu mótmæli við hvalveiðibanni

Kristján Loftsson (t.v.) og Jóhann Guðmundsson á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins …
Kristján Loftsson (t.v.) og Jóhann Guðmundsson á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Slóveníu. AFP

Jóhann Guðmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Slóveníu, segir að flest bendi til þess að fátt muni breytast í afstöðu ríkja fundarins til hvalveiða.

Bann við hvalveiðum hefur staðið yfir í 30 ár. Fulltrúar Íslands og Noregs bókuðu m.a. mótmæli gegn banninu við veiðum í atvinnuskyni. Þá kröfðust Japanir þess að bann við hvalveiðum yrði afnumið.

„Það er enginn munur á þessum fundi og venjulega,“ segir Jóhann. Hann segir að í grunninn séu tveir skoðanahópar á fundinum. Annars vegar sá sem Íslendingar tilheyra, sem er hlynntur nýtingu hvalastofna, og hins vegar þeir sem leggjast gegn hvalveiðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert