Býr sig undir átök á vinnumarkaði

Gylfi Arnbjörnsson í 100 ára afmælisfagnaði Alþýðusamband Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson í 100 ára afmælisfagnaði Alþýðusamband Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

42. þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) verður sett á Hilton Nordica Reykjavík í fyrramálið kl. 10 og stendur til kl. 17 á föstudag.

Miðstjórn ASÍ gerir tillögu til þingsins um að það samþykki tillögu um að 143 milljónum af óráðstöfuðu eigin fé sambandsins verði ráðstafað í Vinnudeilusjóð ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er spurður í Morgunblaðinu í dag hvort það skjóti ekki skökku við, nú þegar atvinnuástand væri með besta móti, kaupmáttur hefði aukist sem aldrei fyrr og hagvöxtur sömuleiðis, að efla verkfallssjóð sambandsins: „Við erum að horfa til framtíðar, ekki fortíðar. Það er ekkert sérstaklega bjart fram undan á vinnumarkaðnum og til þess erum við að horfa með þessari tillögu. Það er engin launung á því að SALEK-samkomulagið um nýtt samningsmódel er í uppnámi,“ segir Gylfi meðal annars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert