Rútan var á sumardekkjum

Framdekk rútunnar, frá vettvangi slyssins í dag.
Framdekk rútunnar, frá vettvangi slyssins í dag.

Rút­an sem valt út af Þing­valla­vegi í morg­un, með 42 manns inn­an­borðs, var á sum­ar­dekkj­um sam­kvæmt ör­ugg­um heim­ild­um mbl.is. 15 farþegar voru flutt­ir slasaðir úr rút­unni á Land­spít­al­ann, þar af tveir á gjör­gæslu­deild.

Sjá um­fjöll­un mbl.is: Rútu­slys á Þing­valla­vegi

Eiður Ármanns­son, fram­kvæmda­stjóri Dekkja­húss­ins, er einn þeirra sem í sam­tali við mbl.is segja rút­una hafa verið á sum­ar­dekkj­um.

„Þetta eru hrein og klár sum­ar­dekk, langriffluð og lokuð í kant­in­um,“ seg­ir Eiður eft­ir að hafa fengið að líta mynd sem ljós­mynd­ari mbl.is tók, hér að ofan.

Skráður háll í sama mund og slysið varð

Skúli Þórðar­son sér­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni seg­ir að mokstri hafi verið lokið á Mos­fells­heiði rétt fyr­ir klukk­an hálf átta í morg­un, þar sem hreinsað var krap eft­ir snjó­komu næt­ur­inn­ar.

Veg­ur­inn hafi í kjöl­farið verið merkt­ur greiðfær í kerfi Vega­gerðinn­ar, sem sjá má á vef henn­ar. Upp úr níu hafi þá komið inn ann­ar úr­komu­bakki á svæðið, og því verið fylgst með hon­um.

„Klukk­an 10.17 er kallaður aft­ur út mokst­urs­bíll á Mos­fells­heiði, því þá benda upp­lýs­ing­ar á mynda­vél­um til þess að það sé farið að safn­ast á veg­inn aft­ur. Veg­ur­inn er um leið skráður háll og með élja­gang.“

Þess má geta að lög­regla fékk til­kynn­ingu um rútu­slysið klukk­an 10.18, eða aðeins mín­útu síðar.

Aðspurður seg­ir Skúli að Vega­gerðin hafi und­an­farna daga ít­rekað varað við hálku og snjóþekju til heiða.

„Vet­ur­inn er að skella á og viðvar­an­irn­ar fylgja þess­um árs­tíma.“

Rútan fór út af Þingvallavegi og lenti á hliðinni.
Rút­an fór út af Þing­valla­vegi og lenti á hliðinni. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert