Snjókoma í efri byggðum

Þetta er nú varla föl ef marka má þessar myndir …
Þetta er nú varla föl ef marka má þessar myndir sem teknar voru áðan. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins ráku upp stór augu í morgun þegar það byrjaði að snjóa. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands snjóar ekki í neðri byggðum höfuðborgarsvæðisins og mun snjóinn taka upp fljótlega með hlýnandi lofti um hádegi.

Þetta er býsna staðbundið við höfuðborgarsvæðið og á Reykjanesbrautinni og í Mosfellsbæ er rigning. Það kólnaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt og það skýrir slydduna á hluta höfuðborgarsvæðisins núna. 

Hlýtt loft er á leiðinni yfir höfuðborgarsvæðið og innan eins eða tveggja tíma verður slyddan orðin að rigningu. Síðdegis verður úrkoman hætt að mestu og ekki er von á snjókomu næstu daga.

Snjórinn er heldur seinna á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu þetta haustið en oft áður, en í fyrra kom fyrsti snjórinn í Reykjavík þennan sama dag, 25. október.

Frétt mbl.is: Fyrsti snjór vetrarins

3. október féll fyrsti snjórinn árið 2014

Frétt mbl.is: Fyrsti snjórinn fellur á höfuðborgarsvæðinu

 

Smá föl í Reykjavík.
Smá föl í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Snjór er vart réttnefni.
Snjór er vart réttnefni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert