Niðurfelling almenns vörugjalds og tolla á vörur lækkar tekjur ríkissjóðs um samtals 12,7 milljarða á ári.
Kemur það fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.
Mest munar um lækkun vöruverðs með niðurfellingu almennra vörugjalda í byrjun árs 2015. Bein áhrif af lækkun vörugjaldsins eru áætluð 6,5 milljarðar og hliðaráhrif vegna lækkunar á virðisaukaskatti nema 1,2 milljörðum til viðbótar, þannig að tekjur ríkissjóðs lækka um 7,7 milljarða á ári. Er það miðað við verðlag á árinu 2015.