Samþykkja Kröflulínu en fella Þeistareykjalínu

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi Þingeyjasveitar við …
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi Þingeyjasveitar við Þeistareykjalínu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjasveitar fyrir Kröflulínu 4 verði fellt úr gildi, en fellst á ákæru samtakanna varðandi Þeistareykjalínu.  Í úrskurði nefndarinnar, sem kynntur var í dag, er ákvörðun Þingeyjasveitar að samþykkja framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Þeistareykjalínu því felld úr gildi.

Úrskurðurinn felur í sér að Landsnet  getur ekki haldið áfram framkvæmdum á línuleið Þeistareykjalínu, sem liggur frá Þeistareykjavirkjun og að Bakka, að minnsta kosti ekki í bráð. Vinna við Þeistareykjalínu var þó skemmra á veg kominn, en lagning Kröflulínu. 

Nefndin telur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ekki hafa í öllu gætt að ákvæðum skipulagslaga, náttúruverndarlaga og eftir atvikum stjórnsýslulaga. Því sé óhjákvæmilegt að ógilda framkvæmdaleyfið.

Úrskurðarnefndin komst í byrjun þessa mánaðar að sambærilegri niðurstöðu varðandi framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps, en Landvernd kærði nú í sumar útgáfu framkvæmdaleyfa í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og í Þingeyjarsveit.

Í úrskurðinum segir að sveitarstjórn hafi borið að færa sérstaka rökstuðning fyrir því hvers vegna ekki sé gerð athugasemd við valið á línuleiðinni að teknu tilliti til umhverfisáhrifa. Sveitastjórnin hafi heldir ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni, með því að krefja Landsnet um könnun á þeim kosti að leggja línuna fyrir Höfuðreiðarmúla, í stað Jónssnípuskarðs líkt og nú er gert ráð fyrir.

Hvað Kröflulínu varðar, gerir nefndin einnig ýmsar athugasemdir, en úrskurðar þó að sveitastjórnin hafa „kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd og og umhverfisáhrif hennar og þau gögn sem þar búa að baki.“  Vandað sé vel til staðarvals háspennulína sem liggja um sveitarfélagið svo sjónræn áhrif verði sem minnst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert