Krafan um styttra kjörtímabil óraunhæf

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað undanfarið um mögulegt samstarf að loknum …
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað undanfarið um mögulegt samstarf að loknum kosningum. mbl.is/Golli

Pírat­ar eru til­bún­ir til að falla frá kröf­unni um að styttra kjör­tíma­bil, þar sem þær „víðtæku kerf­is­breyt­ing­ar“ sem gerð er krafa um, fela í sér að kraf­an um styttra kjör­tíma­bil kann að vera óraun­hæf. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Pírat­ar sendu frá sér eft­ir fund stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna í dag.

Pírat­ar höfðu áður sett fram þá kröfu að eft­ir kosn­ing­ar yrði mynduð rík­is­stjórn um inn­leiðingu nýrr­ar stjórn­ar­skrár og kjör­tíma­bilið ætti því að vera styttra en hin hefðbundnu fjög­ur ár.

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafa und­an­farið fundað um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf að lokn­um kosn­ing­um. Í til­kynn­ingu Pírata seg­ir að for­menn flokk­anna telji fulla ástæðu til að kanna mögu­leika á mynd­un meiri­hluta­stjórn­ar, fái flokk­arn­ir til þess umboð í kom­andi kosn­ing­um. Ekki hafi hins veg­ar gef­ist kost­ur á að fara dýpra í ein­stök mál, vegna þess hve skamm­ur tími var til stefnu. 

„Sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing fram­boðanna og efni viðræðnanna hingað til sé hins veg­ar skýr skuld­bind­ing um að hægt sé að færa sam­starfsviðræður á næsta stig,“ fái flokk­arn­ir nógu sterkt umboð til þess að lokn­um kosn­ing­um að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Skýr samstaða hafi verið á milli flokk­anna um  mörg mik­il­væg mál og all­ir flokk­arn­ir hafi tekið af­stöðu með því að ný stjórn­ar­skrá verði samþykkt á kom­andi kjör­tíma­bili.

Þá vilji all­ir flokk­arn­ir „sjá aukið gagn­sæi, skýr­ari verk­ferla og end­ur­bæt­ur á stjórn­kerfi lands­ins. Auk þess eru all­ir flokk­arn­ir sam­mála um mik­il­vægi þess að efna­hags­stjórn verði með ábyrg­um hætti, og að raun­veru­leg­ur efna­hags­leg­ur, póli­tísk­ur og fé­lags­leg­ur stöðug­leiki skap­ist í land­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert