„Fjallið tók jóðsótt

Formenn þeirra sjö stjórnmálaflokka sem eru með yfir 5% fylgi …
Formenn þeirra sjö stjórnmálaflokka sem eru með yfir 5% fylgi voru í fyrri leiðtogaþætti RÚV. Skjáskot/RÚV

„Við get­um ekki talað fyr­ir aðra flokka ef þeir óska ekki eft­ir því,“ sagði Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, í leiðtogaum­ræðum formanna stjórn­mála­flokk­anna í Rík­is­sjón­varp­inu nú í kvöld. Birgitta var innt eft­ir ástæðum þess að eng­ar niður­stöður voru kynnt­ar eft­ir sam­ræður stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna und­an­farna daga.

„Það var óskað eft­ir að við fær­um ekki í að kynna ít­ar­lega niður­stöður fund­anna,“ sagði hún og kvað það þó „stór­kost­legt að geta boðið upp á blokk líkt og gert hafi verið á Norður­lönd­un­um.“ Ekki sé hins veg­ar mögu­legt að fall­ast á mála­miðlun um að stjórn­ar­skrá­in verið ekki kláruð á næsta kjör­tíma­bili.

„Fjallið tók jóðsótt og það fædd­ist lít­il mús,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður fram­sókn­ar­flokks­ins, og átti þar við sam­ræður stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna fjög­urra um sam­starf sín á milli.

„Það hef­ur ekk­ert heyrst annað,“ sagði hann. „En hér eru all­ir þess­ir flokk­ar og Viðreisn að tala um að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið, á sama tíma og stór­veldið Bret­land er að ganga út.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, sagði það liggja fyr­ir að ekki væri hefð fyr­ir kosn­inga­banda­lög­um í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Það kom þó út úr þessu vilji til að vinna sam­an og stóru lín­urn­ar snú­ast um að við vilj­um leggja áherslu á breytt vinnu­brögð og upp­bygg­ingu innviða.“

Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, benti á að flokk­ur­inn væri miðju­flokk­ur og þyrfti að koma sín­um áherslu­mál­um í gegn.

Spurð hvort ekki væri glapræði fyr­ir Sam­fylk­ing­una að fara í rík­is­stjórn líkt og staðan væri í dag, sagði Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður flokks­ins, að það væri ábyrgðalaust að taka ekki slíkt sam­tal.

„Mér finnst að flokk­ar sem mæl­ast milli 5-10% eigi að gang­ast við því að það eru óróa­tím­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og sagði vissu­lega lang­sótt að flokk­ur­inn færi í stjórn­ar­sam­starf með Pír­öt­um, þó hann úti­lokaði það ekki. „Mér finnst þeir ekki til­bún­ir að taka ábyrgð og tel þá þess vegna ekki burðuga til að leiða rík­is­stjórn.“ Það sé hins veg­ar gott að það liggi fyr­ir fyr­ir morg­undag­inn að vinstri flokk­arn­ir vilji mynda blokk og vinna sam­an. „Eða menn fara í al­vöru vinnu við að byggja upp innviðina.“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, sagði mestu máli skipta um hvað mál­efna­leg samstaða ná­ist. „Við úti­lok­um eng­an fyr­ir­fram. Það verða all­ir að vera til­bún­ir að vinna sam­an sem ein heild. Ég held að við get­um unnið með öll­um þess­um flokk­um og að Viðreisn geti verið flokk­ur sem geti laðað það besta fram í þeim öll­um.“

Leiðtog­ar fimm flokk­anna voru samþykk­ir því að því að þjóðin væri spurð í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um af­stöðu sína til áfram­hald­andi umræðna um Evr­ópu­sam­bandsaðild. Birgitta, Odd­ný, Ótt­arr, Katrín og Bene­dikt voru öll sam­mála um að málið ætti heima í  þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Við vilj­um ekki ganga í ESB, en við erum til í að hlusta á þjóðina,“ sagði Katrín. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði og að hlusta á al­menn­ing. Við erum til í að fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, af því að við erum ekki hrædd við að hlusta á þjóðina.“

„Það verður að vera þing­vilji og rík­is­stjórn á bak við það,“ sagði Bjarni. „Sá sem boðar breyt­ing­arn­ar og vill leiða þær verður vera sá sem ber þær áfram.“ Ekki sé þó hægt að vera á móti því að ræða slíkt.

Sig­urður Ingi sagði stjórn­völd hafi slitið aðild, en fýsti að vita hvort Katrín væri til í að spyrja þjóðina nei eða já spurn­ing­ar um ESB-aðild.

„Ég er opin fyr­ir því að spurn­ing­arn­ar séu fleiri en ein,“ sagði Katrín og kvaðst bæði vilja leita leiðsagn­ar um hvort sækja eigi um aðild og eins að spurt verði um af­stöðu með al­menn­ari hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert