Segir VG opna á samstarf við Sjálfstæðisflokk

Frá umræðukvöldinu í kvöld.
Frá umræðukvöldinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir stóru tíðind­in í for­mannsþætti RÚV í kvöld hafa verið þau að Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, hafi tekið und­ir með Sjálf­stæðis­flokkn­um að spyrja ætti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sam­hliða því að spyrja hvort halda ætti viðræðum áfram. 

Er VG að opna á rík­is­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um? Það sýn­ist mér,“ seg­ir Össur á Face­book-síðu sinni.

Und­an­farna daga hafa Vinstri græn­ir átt í viðræðum við aðra stjórn­ar­and­stöðuflokka um mögu­legt sam­starf eft­ir kosn­ing­ar. Miðað við þessi um­mæli virðist Össur ekki ör­ugg­ur um gildi þeirra viðræðna.

Í þætt­in­um á RÚV í kvöld sagði Katrín: „Við vilj­um ekki ganga í ESB, en við erum til í að hlusta á þjóðina,“ og bætti við: „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði og að hlusta á al­menn­ing. Við erum til í að fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, af því að við erum ekki hrædd við að hlusta á þjóðina.“

„Það verður að vera þing­vilji og rík­is­stjórn á bak við það,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Sá sem boðar breyt­ing­arn­ar og vill leiða þær verður vera sá sem ber þær áfram.“ Ekki sé þó hægt að vera á móti því að ræða slíkt.

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarp­héðins­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði stjórn­völd hafi slitið aðild, en fýsti að vita hvort Katrín væri til í að spyrja þjóðina nei eða já spurn­ing­ar um ESB-aðild.

„Ég er opin fyr­ir því að spurn­ing­arn­ar séu fleiri en ein,“ sagði Katrín og kvaðst bæði vilja leita leiðsagn­ar um hvort sækja eigi um aðild og eins að spurt verði um af­stöðu með al­menn­ari hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert