Segir VG opna á samstarf við Sjálfstæðisflokk

Frá umræðukvöldinu í kvöld.
Frá umræðukvöldinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stóru tíðindin í formannsþætti RÚV í kvöld hafa verið þau að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi tekið undir með Sjálfstæðisflokknum að spyrja ætti um aðild að Evrópusambandinu samhliða því að spyrja hvort halda ætti viðræðum áfram. 

Er VG að opna á ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? Það sýnist mér,“ segir Össur á Facebook-síðu sinni.

Undanfarna daga hafa Vinstri grænir átt í viðræðum við aðra stjórnarandstöðuflokka um mögulegt samstarf eftir kosningar. Miðað við þessi ummæli virðist Össur ekki öruggur um gildi þeirra viðræðna.

Í þættinum á RÚV í kvöld sagði Katrín: „Við vilj­um ekki ganga í ESB, en við erum til í að hlusta á þjóðina,“ og bætti við: „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði og að hlusta á al­menn­ing. Við erum til í að fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, af því að við erum ekki hrædd við að hlusta á þjóðina.“

„Það verður að vera þing­vilji og rík­is­stjórn á bak við það,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Sá sem boðar breyt­ing­arn­ar og vill leiða þær verður vera sá sem ber þær áfram.“ Ekki sé þó hægt að vera á móti því að ræða slíkt.

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sig­urður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórn­völd hafi slitið aðild, en fýsti að vita hvort Katrín væri til í að spyrja þjóðina nei eða já spurn­ing­ar um ESB-aðild.

„Ég er opin fyr­ir því að spurn­ing­arn­ar séu fleiri en ein,“ sagði Katrín og kvaðst bæði vilja leita leiðsagn­ar um hvort sækja eigi um aðild og eins að spurt verði um af­stöðu með al­menn­ari hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert