Móta afstöðu til viðræðna

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavökunni í nótt.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavökunni í nótt. mbl.is/Golli

„Stjórnin ætlar að aðeins að ráða ráðum sínum, eins og er eðlilegt að gera eftir kosningar,“ segir Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingar, í samtali við mbl.is, en stjórn flokksins mun koma saman til fundar klukkan 16.30, að beiðni Oddnýjar Harðardóttur formanns.

Frétt mbl.is: Stjórn Samfylkingar boðuð til fundar

Segir Kristján að formaðurinn muni á fundinum ráðfæra sig við stjórnina um afstöðu flokksins til komandi stjórnarmyndunarviðræðna.

„Það er eðlilegur framgangsmáti að forseti kalli alla flokka til sín og formaðurinn vill gjarnan hafa samráð við stjórnina um hvernig hún fer inn í það ferli.“

Samfylkingin missti sex þingsæti í kosningunum og hefur nú aðeins þrjú, en fimm þing­menn flokks­ins sem sótt­ust eft­ir end­ur­kjöri hlutu ekki náð fyr­ir aug­um kjós­enda. Það voru þau Árni Páll Árna­son, Helgi Hjörv­ar, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Val­gerður Bjarna­dótt­ir og Össur Skarp­héðins­son.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka