Útgáfufélagið Birtíngur stendur í endurskipulagningu rekstrar og mun setja fjögur tímarit á sölu samkvæmt heimildum mbl.is.
Tímaritin sem um ræðir eru Sagan öll, Séð & heyrt, Nýtt líf og Júlía. Í breytingunum felast einnig uppsagnir á átta til tíu starfsmönnum fyrirtækisins.
Önnur tímarit sem Birtíngur gefur út eru ekki til sölu, þar á meðal Vikan, Gestgjafinn og Hús & híbýli.
Ekki náðist í forsvarsmenn Birtíngs við vinnslu fréttarinnar.