Leggja til að kanínum verði fækkað

Borgaryfirvöld vilja fækka kanínum í landi Reykjavíkur.
Borgaryfirvöld vilja fækka kanínum í landi Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Kan­ín­ur á til­tölu­lega af­mörkuðu svæði í neðan­verðum Elliðaár­daln­um, norðvest­an við Stekkj­ar­bakka, hafa verið marg­ar í all­mörg ár og valdið ýms­um vanda­mál­um.

Þetta seg­ir í minn­is­blaði skrif­stofu um­hverf­is­gæða sem lagt var fyr­ir á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar á dög­un­um.

Lagðar eru til aðgerðir ann­ars veg­ar til að fækka kan­ín­um og hins veg­ar til að draga úr lík­um á slys­um vegna árekstra veg­far­enda við kan­ín­ur. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið er hvatt til að taka til­lög­urn­ar til vand­legr­ar skoðunar og finna ásætt­an­lega lausn.

Um 70 kan­ín­ur í Elliðaár­dal

Svæðið við neðan­verðan Elliðaár­dal hef­ur sér­stöðu meðal svæða í borg­inni þar sem kan­ín­ur hafa sést. Það sann­ast með taln­ing­um sem fara fram síðla vetr­ar þegar stofn­inn er í lág­marki.

Árið 2012 fund­ust 55 kan­ín­ur á þessu væði og árið 2015 fund­ust um 70 kan­ín­ur. Til sam­an­b­urðar fund­ust sam­tals færri en 10 kan­ín­ur á öðrum taln­inga­svæðum, þ.e. í Öskju­hlíð, Heiðmörk og við Lambhaga.

Kan­ín­um virðist ekki fara fjölg­andi í borg­ar­land­inu miðað við niður­stöður taln­inga en lík­legt er að fjöld­inn spanni nokk­ur hundruð dýr þegar hann er í há­marki.

Kan­ín­urn­ar í neðan­verðum Elliðaár­dal hafa þá sér­stöðu að íbú­ar og fólk sem heim­sæk­ir svæðið gef­ur þeim all­an árs­ins hring.

Setja upp lága kan­ínu­veggi

Lagt er til að kan­ín­um á svæðinu verði fækkað með því að veiða ákveðinn fjölda kan­ína eða hlut­fall á til­tekn­um tíma. Þá kem­ur einnig til greina að setja strang­ar regl­ur um að bannað sé að fóðra kan­ín­urn­ar í Elliðaár­dal. Setja þyrfti upp skilti og vera með fræðslu um mál­efnið.

Til að draga úr slys­um vegna árekstra veg­far­enda við kan­ín­ur þyrfti að setja upp varúðar­skilti um kan­ín­ur fyr­ir hjólandi og ak­andi um­ferð til að draga úr lík­um á árekstr­um. Þá ætti einnig að út­búa lága, kan­ínu­helda girðingu meðfram aðrein­inni sem ligg­ur frá Stekkj­ar­bakka út á Reykja­nes­braut en þar verða flest­ir árekstr­ar bíla við kan­ín­ur. Einnig er lagt til að hönn­un hjóla­stíga taki til­lit til hættu vegna kan­ína, til dæm­is með því að hafa lága kan­ínu­veggi meðfram stígn­um á því svæði þar sem mest er af kan­ín­um, með auk­inni lýs­ingu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert