Hipsterar innan um heimilismenn á Grund

00:00
00:00

„Við erum búin að halda tón­leika á Grund í nokk­ur ár ásamt séra Pétri [Þor­steins­syni hjá Óháða söfnuðinum]. Ég held að þetta sé fjórða árið og hef­ur þetta mælst rosa­lega vel fyr­ir. Það er ynd­is­legt að koma þangað,“ seg­ir Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðar­inn­ar.

Form­leg dag­skrá hátíðar­inn­ar hefst í kvöld, á flest­um sviðum klukk­an átta en Tóm­as Jóns­son ríður á vaðið klukk­an 19.10 á NASA. Í há­deg­inu spiluðu Soffía Björg og Boogie Trou­ble „off-venue“ á dval­ar­heim­il­inu Grund. Grím­ur seg­ir að á svona „off-venue“-tón­leika mæti fjöldi er­lendra hip­stera, sem skapi skemmti­lega tón­leika-stemn­ingu í bland við heim­il­is­menn­ina.

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.
Grím­ur Atla­son fram­kvæmda­stjóri Ice­land Airwaves.

„Það átta sig marg­ir ekki á því að þeir sem eru á hjúkr­un­ar­heim­il­um um allt land voru á fullu á Glaum­b­ar og Kross­in­um í Kefla­vík á sín­um tíma. Þetta er fólk sem þekk­ir dæg­ur­menn­ing­una mjög vel,“ seg­ir Grím­ur. Það er ansi langt síðan Presley kom fram.“

Níu þúsund manns sækja hátíðina í ár og þúsund­ir til viðbót­ar ef hliðarviðburðir á borð við þenn­an á Grund í dag eru tald­ir með. „Rúm­lega helm­ing­ur þeirra er út­lend­ing­ar. 220 bönd koma fram, þar af 150 ís­lensk, og 267 tón­leik­ar verða on-venue og 820 off-venue,“ seg­ir Grím­ur. Grím­ur seg­ir enn nokkra miða vera eft­ir á hátíðina en ger­ir ráð fyr­ir að þeir selj­ist í dag eða á morg­un. Upp­selt var á mánu­deg­in­um í fyrra.

Í mynd­band­inu hér að ofan má heyra brot úr tón­leik­um Boogie Trou­ble á Grund í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert