Bíll rann upp úr þurru í Jökulsárlón

Bílinn rann út í Jökulsárlón.
Bílinn rann út í Jökulsárlón. Ljósmynd/Jónas Jónasson

Bíll erlendra ferðamanna rann skyndilega út í Jökulsárlón í gærkvöldi. Jónas Jónasson, leiðsögumaður og bílstjóri, var með hóp við Lónið og varð vitni að því þegar bíllinn skaust út í vatnið.

Það voru allir farnir út en það var mjög fallegt og farið að dimma. Það næsta sem ég heyri er að bíll er kominn á töluverða ferð og ég varð var við það þegar hann rakst niður,“ sagði Jónas í samtali við mbl.is. 

Tveir menn stóðu niðri við vatnið en urðu varir við það þegar bíllinn rakst í á leið sinni út í og þeir rétt náðu að forða sér. „Bílinn stefndi á þá en svo skall hann á vatninu og byrjaði að fljóta um.

Bíllinn flaut um í smástund áður en hann sökk.
Bíllinn flaut um í smástund áður en hann sökk. Ljósmynd/Jónas Jónasson

Jónas heyrði undrandi ferðamenn velta fyrir sér hvort um þeirra bíl væri að ræða. „Ég heyrði fólk segja: „Is it our car?“ Þá var þaðað taka myndir og bíllinn fór fram úr því. Ég gekk alveg úr skugga um það að enginn væri í bílnum. Allir héldu að það væri einhver í bílnum. Þetta var skrýtið, hann kom upp úr þurru og fór í lónið.

Handviss um að hann setti í handbremsu

Maðurinn sagði að hann hefði sett bílinn í handbremsu áður en fólkið steig út úr bílnum. „Hann fullyrti að hann hefði sett handbremsuna á, var handviss um það. Bíllinn stóð í svolítinn tíma áður en hann fór allt í einu af stað.

Fólkið sem var á bílnum fullyrti að það hefði sett …
Fólkið sem var á bílnum fullyrti að það hefði sett í handbremsu. Ljósmynd/Jónas Jónasson

Leiðsögumaðurinn sagði að hann hefði reynt að hressa fólk við þegar ljóst var að engin mannslíf voru í hættu. „Ég sagði að það væri kannski handbremsudraugur á planinu sem væri að hrekkja,“ sagði Jónas og benti á að svipuð atvik hefðu gerst tvisvar áður á síðustu tíu árum við Lónið.

Hann sagði að setja þyrfti spýtu fyrir til að bílar gætu ekki runnið út í Lónið. „Við erum oft að segja útlendingum að þeir þurfi að vera skynsamir en við þurfum líka að líta í eigin barm. Setja spýtu fyrir, einhvern staur sem gæti gert kraftaverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert