Bílveltur helsta orsök mænuskaða

Bílveltur eru helsta orsök mænuskaða á Íslandi.
Bílveltur eru helsta orsök mænuskaða á Íslandi. mbl.is/Golli

Alls hlutu 233 einstaklingar mænuskaða á Íslandi á árunum 1975-2014, eða um 26 á hverja milljón íbúa á ári að meðaltali. 73% slösuðu voru karlmenn en meðalaldurinn var 39 ár. Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða en oftast var um að ræða bílveltur í dreifbýli og í að minnsta kosti helmingi tilfella voru bílbelti ekki notuð.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði mænuskaða af völdum slysa á Íslandi og leita áhættuþátta sem nýta mætti í fornvarnarskyni.

„Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða en í þeim orsakaflokki var meðalaldurinn hæstur. Reiðmennsku- og vetraríþróttaslys voru algengust íþrótta- og tómstundaslysa. Í um þriðjungi mænuskaðatilfella var um að ræða alskaða á mænu. Við útskrift höfðu 9% náð fullum bata,“ segir í samantekt um niðurstöðurnar.

Höfundar rannsóknarinnar; Eyrún Arna Kristinsdóttir, Sigrún Knútsdóttir, Kristinn Sigvaldason, Halldór Jónsson og Páll E. Ingvarsson, segja í ályktun að mikilvægt sé að „efla enn frekar forvarnir og áróður í tengslum við bílbeltanotkun og öryggi á vegum landsins,“ svo eitthvað sé nefnt.

Greinin í Læknablaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert