Vafasamt Norðurlandamet í lyfjanotkun

Talið er að dauðsföllum vegna lyfjaeitrana hafi fjölgað.
Talið er að dauðsföllum vegna lyfjaeitrana hafi fjölgað. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Við sjá­um miklu meiri notk­un ávana­bind­andi lyfja á Íslandi held­ur en ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Það er ástæða til að hafa áhyggj­ur,“ sagði Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efn­is­stjóri lyfja­mála hjá Embætti land­lækn­is.

„Íslend­ing­ar eru lang­hæst­ir í notk­un örv­andi lyfja eins og rítalíns og skyldra lyfja. Við notuðum hlut­falls­lega 260% meira af þeim en Sví­ar sem komu næst­ir. Árið 2013 var Ísland í fyrsta skipti, sam­kvæmt nor­rænni heil­brigðistöl­fræði (Nomesco), komið í efsta sæti í notk­un verkjalyfja á Norður­lönd­um. Þá er Ísland orðið hæst í notk­un verkjalyfja, örv­andi lyfja, svefn­lyfja og ró­andi lyfja, ró­andi og kvíðastill­andi lyfja og floga­veik­i­lyfja sem öll eru ávana­bind­andi.“

 Mik­il notk­un verkjalyfja hér

Lyfja­stofn­un birti ný­lega grein um notk­un ópíóða, sem yf­ir­leitt eru verkjalyf. Notk­un þeirra hér var bor­in sam­an við notk­un í Dan­mörku og í Nor­egi. Á und­an­förn­um níu árum hef­ur notk­un þess­ara lyfja vaxið hér um 18% en á sama dróst notk­un þeirra í Dan­mörku sam­an um 14% og í Nor­egi um 4%.

Ólaf­ur sagði marg­ar skýr­ing­ar vera á mik­illi notk­un þess­ara verkjalyfja hér. Þeir sem nota mest af þeim glíma við erfið veik­indi.

„Við sjá­um líka marga sem glíma við lyfjafíkn fá þessi lyf,“ sagði Ólaf­ur. Þeir sem glíma við fíkn­ina fá ekki lyfj­un­um ávísað á sig held­ur fá aðrir lyf­in og selja þau síðan eða gefa.

Heild­ar­notk­un lyfja í flokki ópíóíða var mest á Íslandi á ár­inu 2015 en minnst í Nor­egi. Notk­un parkó­díns var þá um fjórðung­ur af allri notk­un ópíóíða hér á landi.

„Við höf­um séð aukn­ingu í flest­um verkjalyfj­um en ávís­an­ir parkó­díns forte bera af,“ sagði Ólaf­ur. Trama­dól var gert eft­ir­rit­un­ar­skylt hér á landi árið 2012 að ósk Embætt­is land­lækn­is. „Ópíóíð-lyf eru þau sem við sjá­um koma oft­ast fyr­ir sem meg­in­or­sök dauðsfalla þar sem grun­ur leik­ur á lyfja­eitrun.“ Talið er að dauðsföll vegna lyfja­eitr­ana fær­ist í vöxt.

 Hættu­leg blanda lyfja

Mat­væla- og lyfja­stofn­un Banda­ríkj­anna (FDA) sendi ný­lega út al­var­lega viðvör­un um sam­hliða notk­un verkjalyfja (ópíóíða) og ró­andi lyfja (benzódiazepín), þ.e. svefn­lyfja, sef­andi lyfja og þung­lynd­is­lyfja. Í grein Lyfja­stofn­un­ar seg­ir að á ár­inu 2015 hafi yfir 8.000 Íslend­ing­ar fengið ávísað bæði ópíóíð-verkjalyfj­um og ró­andi benzódíazepín-lyfj­um á ein­hverj­um tíma árs­ins.

Ólaf­ur sagði ávís­ana­venj­ur ávana­bind­andi lyfja hér á landi vera áhyggju­efni. „Við telj­um okk­ur merkja fjölg­un dauðsfalla vegna lyfja­eitr­ana. Sterk­ir ópíóíðar eru oft­ast tald­ir vera or­sök dauðsfall­anna.“ Hann sagði ómögu­legt að segja hve mörg dauðsföll verða á ári á Íslandi vegna lyfja­eitr­ana.

 Grun­ur um lyfja­eitrun

Embætti land­lækn­is fær mats­gerðir þar sem greind eru sýni úr látnu fólki og grun­ur er um lyfja­eitrun. Í fyrra fékk embættið 36 slík­ar mats­gerðir til skoðunar. Í mörg­um til­vik­um er lyfja­eitrun ekki skráð dánar­or­sök, þótt sterk rök hnígi að því að of­notk­un lyfja hafi átt þátt í and­lát­inu. Þá eru ótal­in slys sem verða þar sem fólk er und­ir áhrif­um lyfja eða álag á heil­brigðis­kerfið bæði þar sem fólk er að sækja í lyf og eins vegna af­leiðinga mis­notk­un­ar. Ólaf­ur sagði að þegar notk­un þess­ara lyfja væri jafn mik­il og hún væri hér mætti spyrja sig hvort þetta skapaði meiri vanda hér á landi held­ur en í ná­granna­lönd­un­um. Það viss­um við hins veg­ar ekki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert