Eimskip ofgreiddi reikninga

Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. mbl.is/Rósa Braga

Uppi varð fótur og fit í höfuðstöðvum Eimskips í fyrrakvöld þegar uppgötvaðist að skrifstofustarfsmaður erlendis hafði á fimmtudag ýtt á rangan takka og greitt reikninga úti um allan heim sem ekki voru komnir á gjalddaga.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um nýjan starfsmann hefði verið að ræða.

„Vegna mistaka í uppsetningu á aðgangi starfsmannsins á tölvunni greiddi hún eitthvað af reikningum sem ekki áttu að greiðast fyrir en eftir um 20 daga. Þannig að ef um einhvern skaða er að ræða fyrir félagið er hann sá að við greiddum reikninga 20 dögum of snemma,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka