Héldu um hvorn annan en sofnuðu aldrei

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna kom að leitinni.
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna kom að leitinni. mbl.is/Alfons

„Þegar við náðum sam­bandi við Neyðarlín­una, sem fann ná­kvæma staðsetn­ingu, vor­um við hólpn­ir. Við héld­um því kyrru fyr­ir á sama stað og eft­ir nokkra klukku­tíma komu björg­un­ar­menn,“ seg­ir Valdi­mar Gunn­ar Sig­urðsson, ann­ar mann­anna tveggja sem leitað var liðna nótt.

Valdi­mar og syst­ur­son­ur hans, Daði Rún­ar Jóns­son, voru á rjúpna­veiðum en þeir lögðu upp frá Slit­vinda­stöðum í Staðarsveit á sunn­an­verðu nes­inu á laug­ar­dags­morg­un og um kl. 14.30 ákváðu þeir að snúa aft­ur til byggða.

„Við töld­um okk­ur vera á réttri leið til baka en þegar við kom­um að þver­hníptu bjargi og háum fossi sem við höfðum ekki séð viss­um við að leiðin væri ekki rétt. Sner­um því við en kom­um aft­ur í lands­lag sem við þekkt­um ekki áður og héld­um því aft­ur til baka,“ seg­ir Valdi­mar.

Valdimar Gunnar Sigurðsson.
Valdi­mar Gunn­ar Sig­urðsson.

Þegar hér var komið sögu var orðið dimmt og ákváðu frænd­urn­ir þá að láta fyr­ir ber­ast und­ir háum steini.

„Við héld­um um hvorn ann­an til þess að halda hita og sofnuðum aldrei,“ seg­ir Valdi­mar. Rétt fyr­ir klukk­an eitt um nótt­ina urðu þeir var­ir við þegar þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flaug yfir og ætluðu að þeir myndu finn­ast með hita­mynda­vél. Sú varð ekki raun­in.

Það var um kl. 10 í morg­un, þegar bjart var orðið, að frænd­urn­ir komust í gott farsíma­sam­band og gátu gert viðvart. Þá voru þeir í hlíðum Grá­borg­ar, ofan Hest­dala sem ganga inn af Kolgrafaf­irði norðan­vert á Snæ­fellsnesi.

„Við vor­um al­veg bún­ir á því; blaut­ir og hrakt­ir,“ seg­ir Valdi­mar. „Björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir, þess­ar ein­stöku hetj­ur, komu okk­ur strax í skjól; voru með þurr og hlý föt og fylgdu okk­ur svo til byggða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert