Kratar í kreppu

mbl.is

Í ár eru hu­ndrað ár liðin frá stofnun Alþýðuflokks­ins og bauð þessi fy­rsti jafnaðarm­annafl­okkur á Íslandi í fy­rsta ski­p­ti fram í alþing­is­k­osning­unum 1916. Fékk þá 5,95% at­kvæða sem er sjónar­m­un meira en Sa­mf­y­lk­ing­in, arft­aki Alþýðuflokks­ins, hla­ut í kosning­unum um liðna helgi, eða 5,7%. Það er næst­versta út­k­oma þessara tveggja flokka í sög­unni; aðeins gekk verr í þing­k­osning­unum 1919, þegar Alþýðuflokku­rinn fékk ein­ung­is 4,47% at­kvæða og kom ekki manni að í fy­rsta og eina ski­p­tið.

Auk Alþýðuflokks­ins stóðu þrír stjórnm­álafl­okkar að stofnun Sa­mf­y­lk­ing­arinnar um ald­a­mót­in; Alþýðuband­alagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki en síðastnefndi flokku­rinn hafði orðið til árið 1994 þegar Jóhanna Sig­urðard­óttir kla­uf sig út úr Alþýðuflokknum. Hann sa­meinaðist raunar þin­g­flokki Alþýðuflokks­ins tvei­m­ur árum síðar. Alþýðuband­alagið var arft­aki Sós­íalist­afl­okks­ins, leng­st til vinstri á hinu pólitíska rófi. Kvennalistinn bauð fy­rst fram 1983 en tilg­ang­ur þess framboðs var öðru frem­ur að auka veg kvenna í íslen­s­kum stjórnm­álum.

Yf­ir­lýst mark­mið með stofnun Sa­mf­y­lk­ing­arinnar var að sa­meina vinst­rim­enn á Íslandi og búa til breiðfy­lk­ingu sem gæti mög­u­lega orðið stærri en Sjálf­stæðisflokku­rinn sem strax varð yf­ir­lýst­ur höfuðandstæðing­ur flokks­ins.

Í fy­rstu alþing­is­k­osning­unum, 1999, va­ntaði nokkuð upp á að það mark­mið næðist. Sa­mf­y­lk­ing­in hla­ut þó 26,8% at­kvæða á móti 40,7% Sjálf­stæðisflokks­ins. Hinn nýi flokkur fékk 17 menn kjörna sem var meira en Alþýðuflokku­rinn hafði nokk­ru sinni fengið. Lang­besti árang­ur hans var 14 þing­m­enn árið 1978 undir for­y­stu Bened­ikts Grönd­als. Frá stofnun lýðveld­is­ins bjó Alþýðuflokku­rinn iðulega að 5 til 10 þing­m­önnum. Í síðustu kosning­unum sem hann bauð fram, 1995, fékk hann 7 menn kjörna.

Benedikt Gröndal var forsætisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins umþriggja mánaða skeið …
Bened­ikt Grönd­al var fors­æt­is­ráðherra í minni­hlutast­jórn Alþýðuflokks­ins umþri­ggja mánaða skeið 1979-80. Hann er hér ás­a­mt Krist­jáni El­d­járn fors­eta. mbl.is/Ó​lafur K. Magnússon

Rauf 30% múrinn

Ekki má gl­ey­ma því að Sa­mf­y­lk­ing­in klofnaði strax í uppha­fi þegar hluti ga­mla Alþýðuband­alags­ins stofnaði Vinst­ri­hrey­fing­una – grænt framboð. Sá flokkur fékk ríflega 9% at­kvæða 1999 og er nú orðinn mun stærri en Sa­mf­y­lk­ing­in, með 15,9% fy­lgi í kosning­unum fy­r­ir viku og 10 menn kjörna. 7 fleiri en Sa­mf­y­lk­ing­in.

Í alþing­is­k­osning­unum 2003 saumaði Sa­mf­y­lk­ing­in du­g­l­ega að Sjálf­stæðisflokknum, hla­ut 31% en höfuðandstæðing­u­rinn 33,7%. Í þeim kosningum fengu jafnaðar­m­enn í fy­rsta sinn 20 menn kjörna á þing.

2007 dró aft­ur í sundur með flokkunum, Sa­mf­y­lk­ing­in fékk 26,8% at­kvæða á móti 36,6% Sjálf­stæðisflokks­ins. Eftir þær kosning­ar my­nduðu þessir flokkar í fy­rsta og eina ski­p­ti saman ríkisst­jórn. Sitt sýnd­ist hver­jum um þann gjörning, bæði á vinstri- og hægrivæn­g­num.

Hálfu öðru ári síðar hr­undu viðski­p­t­a­bankarnir einn af öðrum með tilh­ey­r­andi hrem­m­ingum fy­r­ir þing og þjóð. Ríkisst­jórnin féll og boðað var til kosninga tvei­m­ur árum áður en kjört­ím­a­bilinu átti að ljúka.

Ekki varð Sa­mf­y­lk­ing­unni sérlega meint af setu sinni í „hr­unst­jórninni“ svok­ölluðu; allt­ént rætt­ist drau­m­ur hennar í kosning­unum 2009 – hún varð stærsti stjórnm­álafl­okkur á Íslandi. Hla­ut 29,8% á móti 23,7% Sjálf­stæðisflokks­ins. Öðru sinni fékk flokku­rinn 20 þing­m­enn.

Fy­rsta mei­ri­hlutast­jórnin til vinstri í sögu lýðveld­is­ins varð til í framha­ld­inu með aðild Sa­mf­y­lk­ing­arinnar og Vinst­ri­hrey­fing­arinnar – græns framboðs. Alþýðuflokku­rinn hafði áður setið einn í tvei­m­ur minni­hlutast­jórnum, 1958-59 og 1979-80.

Sa­mf­y­lk­ing­in fór illa út úr því stjórn­ar­samsta­r­fi og hra­paði fy­lgi flokks­ins niður í 12,9% í næstu kosningum, 2013, og missti hann heila ellefu þing­m­enn. Ekki þarf að fjölyrða um annað hrun í kosning­unum um daginn, en Sa­mf­y­lk­ing­in hef­ur nú aðeins yfir þrem­ur þing­m­önnum að ráða; þar af bara einum kjörd­æm­akjörnum, Loga Má Einarssy­ni, sem tók við for­m­enns­ku í flokknum í vi­kunni, en hann bauð sig fram í Norðaust­u­r­k­jörd­æÂ­mi. Hinir tveir þing­m­enn Sa­mf­y­lk­ing­arinnar eru uppbótar­m­enn.

Það er ágæt vísbend­ing um va­nda Sa­mf­y­lk­ing­arinnar nú að Alþýðuflokku­rinn var aðeins einu sinni undir 10% fy­lgi í alþing­is­k­osningum, fy­r­ir utan tvö fy­rstu ski­p­t­in. Það var 1974 þegar flokku­rinn hla­ut 9,1%. Þá var þing­st­y­r­kur flokks­ins líka minnst­ur á lýðveld­ist­ím­anum, fimm menn.

Alþýðuflokku­rinn náði tvíveg­is að rjúfa 20% múrinn; 1978, eins og fyrr er getið, og 1934, þegar hann hla­ut 21,7% at­kvæða.

Slíkt fy­lgi er fj­arlæg­ur drau­m­ur nú.

Þessi grein bi­rt­ist
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Þessi grein bi­rt­ist
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert