Tvær þyrlanna ekki í notkun

Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru ekki í notkun,
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru ekki í notkun, mbl.is

Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru ekki í notkun, önnur vegna bilunar en hin er í reglubundinni skoðun eftir 500 flugtíma. Þriðja þyrlan aðstoðaði við leit að rjúpnaskyttunum tveimur á sunnanverðu Snæfellsnesi í nótt.

Hún var hins vegar ekki send aftur út í morgun, þar sem skyggni var afar lélegt og þyrlan hefði ekki komið að neinu gagni.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bilaði önnur þyrlan á æfingu á föstudaginn. Búið er að panta varahluti í hana og gert er ráð fyrir að hún komist í lag á morgun. Óvíst er hversu lengi ástandsskoðunin mun taka á hinni þyrlunni en hún verður eflaust frá í nokkra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert