Kornið sem fyllti mælinn

Fjöldi kennara kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjöldi kennara kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Helm­ing­ur þeirra sem út­skrif­ast sem kenn­ar­ar í dag fer ekki í kennslu.“ Þetta seg­ir Ólöf Sig­hvats­dótt­ir, meist­ara­nemi í kenn­ara­fræðum, í sam­tali við mbl.is.

Hátt í hundrað kenn­ar­ar og kenn­ara­nem­ar komu sam­an í Ráðhús­inu nú síðdeg­is til að færa Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra lista með nærri þrjú þúsund und­ir­skrift­um kenn­ara, sem safn­ast hafa á net­inu yfir helg­ina.

Sam­svar­ar fjöld­inn um 60% starf­andi kenn­ara hér á landi, en þeir krefjast þess að sveit­ar­fé­lög bregðist án taf­ar við al­var­legu ástandi sem skap­ast hafi í skóla­kerf­inu, sem ein­kenn­ist af lág­um laun­um og mann­eklu.

Sýn­ir að það er til pen­ing­ur

„Við sjá­um fram á að hafa lít­inn pen­ing á milli hand­anna í framtíðinni, þar sem erfitt að reka heim­ili, sér­stak­lega ef maður er ein­stæður,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son, ann­ar kenn­ara­nemi í sam­tali við mbl.is.

„Okk­ur finnst laun­in ekki end­ur­spegla mik­il­vægi starfs­ins og álag náms­ins,“ seg­ir Ólöf. Úrsk­urður kjararáðs hafi þá verið kornið sem fyllti mæl­inn.

„Hann sýn­ir að það er til pen­ing­ur,“ bæt­ir Hörður við.

„Hér áður fyrr voru laun þing­manna miðuð við kenn­ara­laun,“ seg­ir Ólöf þá. „Mér finnst að kenn­ara­laun ættu að taka mið af þing­manna­laun­um í dag.“

Dagur B. Eggertsson ásamt fulltrúum kennara og kennaranema.
Dag­ur B. Eggerts­son ásamt full­trú­um kenn­ara og kenn­ara­nema. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bjóst við að sjá mun færri

Full­trú­ar átaks­ins af­hentu Degi und­ir­skrift­irn­ar og sögðust um leið treysta á að hann myndi ganga í verkið, þar sem þörf væri á traustu og fag­legu mennta­kerfi á Íslandi.

Frétt mbl.is: „Nýir kenn­ar­ar fást ekki til starfa“

Dag­ur þakkaði þeim fyr­ir kom­una og sagði það fínt að finna fyr­ir sam­stöðu hjá kenn­ur­um.

„Ég tek und­ir það með ykk­ur og vona að hratt gangi að finna sam­leið hjá sveit­ar­fé­lög­um og kenn­ur­um í þess­ari erfiðu kjara­deilu,“ sagði Dag­ur. Bætti hann við að hann hefði bú­ist við að sjá mun færri.

„Ég hafði hugsað mér að fara yfir stöðuna á fundi með nokkr­um full­trú­um en ég vissi ekki að þið kæmuð svona mörg. Ég hélt það kæmu kannski svona fjór­ir, fimm,“ sagði Dag­ur, við hlát­ur nokk­urra kenn­ara.

Dagur sagðist taka undir áhyggjur kennara.
Dag­ur sagðist taka und­ir áhyggj­ur kenn­ara. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Huga þurfi að ýmsu

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Dag­ur að úr­sk­urður kjararáðs hafi hleypt at­b­urðarás­inni af stað.

„Það er ljóst að sveit­ar­fé­lög­in eru í erfiðri kjara­deilu, þar sem samn­ing­ar hafa náðst tvisvar en þeir síðan felld­ir, en ég mun koma þess­um und­ir­skrift­um til Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og samn­inga­nefnd­anna. Ég tek und­ir hvatn­ingu kenn­ara um að það sé mik­il­vægt að ná samn­ing­um og tryggja frið og gott starfs­um­hverfi til framtíðar.“

Aðspurður seg­ir hann Reykja­vík í betri stöðu en flest sveit­ar­fé­lög, hvað varðar mann­eklu í mennta­kerf­inu.

„Það breyt­ir því ekki að þegar við horf­um nokk­ur ár fram í tím­ann, þar sem stór­ir og öfl­ug­ir hóp­ar kenn­ara eru að nálg­ast eft­ir­launa­ald­ur­inn, þá er al­veg ljóst að huga þarf að ýmsu til að gera skól­ana að eft­ir­sókn­ar­verðum vinnustað.“

Í þeim til­gangi hafi skóla- og frí­stundaráð borg­ar­inn­ar sett á stofn starfs­hópa með Fé­lagi grunn­skóla­kenn­ara og Fé­lagi leik­skóla­kenn­ara, þar sem huga eigi að því hvernig hægt sé að fjölga kenn­ur­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert